Verkefnið „Endurnýjun, viðhald og yfirfærsla á stafrænt form söguminja í aðalbyggingum Varsjársafns við Torg Gömlu Borgarinnar í Varsjá”

Verkefnið „Endurnýjun, viðhald og yfirfærsla á stafrænt form söguminja í aðalbyggingum Varsjársafns við Torg Gömlu Borgarinnar í Varsjá”, styrkt af Uppbyggingarsjóði EES og Uppbyggingarsjóði Noregs á vegum áætlunarinnar  „Varðveisla og enduruppbygging menningararfleifðar”

Muzeum Warszawy [Varsjársafn] var ein af þremur stofnunum sem hlaut styrk að loknu áfrýjunarmáli fyrir umsóknir til áætlunarinnar „Varðveisla og enduruppbygging menningararfleifðar”. Safnið fékk yfir 15 milljónir pólsk slot sem mun gera kleift að nútímavæða starfsemi þess.

Verkefnið fékk meðmæli teymisins sem sér um val á verkefnum í Menningar- og arfleifðarráðuneyti og hlaut styrk á vegum áætlunarinnar „Varðveisla og enduruppbygging menningararfleifðar“ sem fjármagnað er úr Uppbyggingarsjóði EES 2009-2014 og Uppbyggingarsjóði Noregs 2009-2014.

Nettó kostnaður við framkvæmdirnar er 49.834.621 ,00 slot, þar af er styrksupphæðin 15.313.320,00 slot. Heildarkostnaður verkefnisins er 60.297.591 ,00 slot.

Verkefnið felur í sér endurnýjun og lagfæringar á 11 sögufrægum steinhúsum sem hýsa Varsjársafn. Valdir safngripir, þ.e. myndir, grafík og silfurmunir, verða endurnýjaðir og færðir yfir á stafrænt form. Einnig er ráðgert að innrétta nútímalega útbúna stafræna vinnustofu til að skapa stafræn afrit af dýrmætum minjagripum sem verða gerðir aðgengilegir fyrir áhugasama með hjálp nútíma samskiptatækni.

Umfang verkefnisins mun auka aðdráttarafl safnsins fyrir mismunandi markhópa, þar með talið fatlaða, og gera kleift að skapa fjölbreyttara og áhugaverðara menningar- og námsframboð. Uppsetning á fyrsta hluti sýningarinnar, sem mun sýna áhugaverðustu safnminjarnar og sérkenni safngripanna, mun auka aðgengi að menningu fyrir íbúa Varsjár sem og ferðamenn.

Áætlaðar endurbætur munu ná yfir öll rými við Rynek Starego Miasta [Torg Gömlu Borgarinnar] 28-42 fyrir utan kjallara, sem hafa nú þegar verið endurnýjaðir. Allar safnminjarnar, þar á meðal ríkulegt safn af helgimyndum, verða fluttar burt úr Rynek Starego Miasta. Á meðan á framkvæmdunum stendur mun Muzeum Warszawy starfa í Pałac Kultury i Nauki [Höll Menningar og Mennta].